Víkingur AK nálgast heimahöfn sína,2015
Nýja uppsjávarskipið hjá HB granda Víkingur AK 100 á nú ekki langt eftir til heimahafnar sinnar sem er Akranes.
Núna þegar þetta er skrifað þá er skipið um það bil að sigla framhjá stærstu löndunarhöfn landsins, Sandgerði.
Þetta er búið að vera ansi langt og mikið ferðalag fyrir Víking AK enn skipið lagði af stað frá Tyrklandi 4 desember og því er ferðalagið rúmar tvær vikur.
Áætlað er að Víkingur AK komi til Akranes kl 2330 í kvöld 17.desember.

Víkingur AK mynd Ingimundur Ingimundarson