Sædís ÍS 67 seld,2016
Nafnið Sædís ÍS er mörgum vel kunnungt enn það hefur verið á nokkrum bátum með samtals 78 ára sögu. Fyrst var það á eikarbátur sem var smíðaður árið 1938 og var sá bátur gefin byggðasafni Vestfjarða árið 1998.
Núna hin síðari ár þá hefur plastbátur verið gerður út frá Bolungarvík með þessu nafni og reyndar hefur núverandi Sædís ÍS líka verið í farþegaflutninum og kom báturinn árið 2006 til Bolungarvíkur. gat hann tekið 30 manns í sæti og var að sigla með fólk á Hornstrandir sem og Látravík,
Þegar báturinn hefur verið gerður út til fiskveiða þá hefur báturinn iðulega verið á netum.
Sædís ÍS var mikið notaður við björgun búnaðar þegar að Jónína Brynja ÍS strandaði árið 2012. Einnig kom báturinn að björgun áhafnarinnar á Jóni Hákoni BA þegar að báturinn sökk sumarið 2015, enn þá kom Sædís ÍS með mennina til Bolungarvíkur eftir að báturinn Mardís ÍS hafði bjargað þeim.
Núna er saga þessa báts í Bolungarvík lokið vegna þess að búið er að selja Sædísi ÍS til Noregs og mun báturinn fara að stunda netaveiðar í kringum Stavanger. Ekki er vita hvað báturinn heitir í Noregi,

Sædís ÍS mynd Grétar Þór