Risatúr hjá Eiði ÍS ,2015

Allt þetta ár þá hefur ansi lítið farið fyrir dragnóta og rækjubátnum Eiði ÍS.  Báturinn var þó gerður út á trolli í sumar og er því langminnsti trollbáturinn sem var gerður út hérna á landinu,


Núna í haust þá hefur báturinn verið á dragnót og gekk brösulega framan af enn núna í desember hefur gengið ansi vell hjá þeim á Eiði ÍS,

Reyndar hefur gengið það vel hjá þeim að báturinn kom með fullfermi til Flateyrar núna í gær ( 12 des) eða tæp 20 tonn.
var þetta að mestu allt þorskur og var báturinn að veiðum út frá fjallinu Barðin.  rúmlega 2 klukkustunda stím var heim frá miðunum .  

Þorgils Þorgilsson er skipstjóri á bátnum

Eiður ÍS kominn að bryggju.  mynd tekin um kl 17, og komið svartamyrkur

Lestin full.

Löndun byrjuð.

Myndir Ólöf Anna Brynjarsdóttir.


Þorgils skipstjóri mynd Þórir Traustason