Risaróður hjá Brynju SH ,2016
Vetrarvertíðin 2016 er hafin og hún byrjar með látum, allavega hjá línubátunum sem lögðu það sig að sigla 42 sjómílur frá Rifi og Ólafsvík þvert yfir Breiðarfjörðin til þess að leggja línuna undir Látrabjargi.
Það voru nokkrir bátar sem fóru þessa leið og komu vel hlaðnir til baka. t.d Guðbjartur SH sem kom með 14,2 tonn á 48 bala eða 338 kíló á bala. Tryggvi Eðvarðs SH kom með 14,9 tonn á 48 bala eða 310 kíló á bala og svo komu Særif SH með 17,6 tonn á 48 bala eða 367 kíló á bala og Kristinn SH tæp 14 tonn. Bæði Kristinn SH og Særif SH eru 30 tonna bátar.
Heiðar Magnússon er skipstjóri á Brynju SH og er báturin hans 15 tonn að stærð. hann fór líka þarna undir Látrabjargið og gerði sér lítið fyrir og var aflahæstur bátanna sem fóru þangað, og það var enginn smá afli sem hann kom með í land.
tæp 19 tonn sem fengust á 48 bala eða 395 kíló á bala. samtals voru krókarnir 21600 talsins. Mest af þessu var þorskur eða 17,1 tonn og ýsa var 1,1 tonn.

Drekkhlaðin að bíða löndunar.

Myndir Gunnar Bergmann Traustason.