Rauðmaganetaveiðar á Freygerði ÓF ,2016

Ég gæti skrifað endalausar fréttir af mokveiði um allt land.  mér berast fréttir um mok víða að,

enn það eru ekki allir að taka þátt í þessari þorskveislu sem er um allt land.

Á Óafsfirði er litill bátur sem heitir Freygerður ÓF 18, báturinn sem er í eigu Ingimundar Loftsonar hefur verið að stunda rauðmagaveiðar í net frá Ólafsfirði núna í janúar.  

Freygerður ÓF er 4,8 bt bátur og keypti Ingimundur bátuinn í lok apríl árið 2015 og réri á honum á strandveiðunum sumarið 2015.

núna í janúar þá hefur báturinn farið í sex róðra og landað um 640 kílóum af rauðmaga.   Ingimundur fór á sjó í dag og gerði stærsta túrinn sinn á rauðmaga, enn því hann kom í land með um 300 kíló af rauðmaga, og í þeim hópi var einn fiskur sem vigtaði yfir 3 kíló, og sagði Ingimundur að þetta væri stærsti rauðmagi sem hann hefði séð.  
Var hann með netin á stað sem kallst Gjótinn og er rétt vestan við Ólafsfjörð.
Allur rauðmaginn sem Freygerður ÓF veiðir fer á markað og var t.d meðalverð á honum 23 janúar um 130 krónur kílóið miðað við óslægt.

Það má til gamans geta þess að Ingimundur er Sandgerðingur í húð og hár og hann og síðuritari voru saman til sjós á netum á Bergi Vigfúsi GK í skamman tíma sem var þá undir skipstjórn Grétars mar Jónssonar.  

Þriggja kílóa rauðmagi,

Ansi stór fiskurinn,

fullfermi af rauðmaga.  Myndir Ingimundur Loftsson.


Freygerður ÓF Mynd Guðmundur Gauti SVeinsson