Páll Jónsson GK einn á siglingu í vitlausu veðri,2015

Eitt allra versta veður sem hefur gengið yfir landið síðastu 20 til 30 árin eru að ganga yfir núna, og allt í kringum landið eru togarar og skip komin í var. 


Enn ekki alveg öll.  Línubáturinn Páll Jónsson GK er búinn að vera berjasta suður til Grindavíkur frá miðunum úti við Djúpavog.  



Eins og sést á trakkinur þá hafa Gísli V Jónsson skipstjóri og Hákon Valson stýrimaður svo til sleikt ströndina á leiðinni til heimahafnar.  Nokkuð góður skriður hefur verið á Páli Jónssyni GK þar sem að báturinn hefur verið að sigla þetta á um 11 mílum enda með vindinn í bakinn.  engu að síður er þarna haugasjór. 

Um borð í bátnum eru um tæp 80 tonn af fiski.

Þessi sigling Páls Jónssonar GK er búið að taka yfir 30 klukkustundir.

Innsiglinginn til Grindavíkur var oft á tiðum mjög hættuleg og hefur lokast enn eftir miklar breytingar sem voru gerðar á varnargörðum þá ætti hún að vera fær þannig að Páll Jónsson GK komist til hafnar.  

Eitt er allavega ljóst.  báturinn Páll Jónsson GK er greinilega hörkubátur að þola þetta, enn í lok nóvember þá lentu þeir á Páli aftur í svona vitlausu veðri eftir siglinu frá sama stað, enn þá voru þeir með vindin og ölduna á móti,

Hörkubátur og Hörkukallar þarna um borð greinilega 


Páll Jónsson GK Mynd Arnfinnur Antonsson