"Öll í eina helvítis blokk í Breiðholti",2015

í blaðinu Akureyri sem er gefið út af sama fyrirtæki og blaðið Reykjanes sem að ég sé um að skrifa inn í er viðtal við Svafar Gylfason sem er skipstjóri á Konráði EA. sem að útgerðarfélagið Sigurbjörn ehf í Grímsey gerir út.  enn það fyrirtæki er langstærsti kvótahafinn í Grímsey og gerir út aflamarksbátinn Þorleif EA sem er með 872 tonna kvóta.  210 tonna kvóti er á Konráð EA.


"Ég hef búið hér alla ævi og aldrei séð það svona svart. það hefur aldrei verið svona dimmt yfir okkur. Vonleysið er algjört"  segir Svafar Gylfason Athafnamaður í Grímsey, sem gerir lítið fyrir tillögur forsætisráðherra um samþættar aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt til þess að styðja við byggð í Grímsey.

Í tillögum ríkisstjórnar kemur fram að styrkja skuli útgerð í eynni, bæta samgöngur og jafnvel lækka húshitungarkostnað, " við lesum um þetta í fjölmiðlum en sjáum ekki að þetta muni neinu breyta, það verður að bjarga útgerðunum en á meðan bankinn neitar að hnika frá einu eða neinu er enginn tilgangur í að fjölga ferðum eða lækka húshitunarkostnað.  Ekki ef við verðum öll farin.  Ef við getum ekki haldið útgerðunum gangandi er þetta ekki hægt.  Fólkið fer ef hér er enginn vinna."

Svafar segist aldrei hafa verð jafn vonlaus .  " Ég sé fram á að þurfa að selja mikinn kvóta og veit að hinar útgerðirnar þurfa þess líka.  Ætli 10-15 manns muni ekki missa vinnuna. Útgerðin er ekki að fara fram á neitt gjafafé. Við viljum bara fá leiðréttingu á okkar lánum.  Ekki niðurfellingu.  Við viljum geta séð fram úr þessu en bankinn krefst þess að við borgum fyrri það sem við höfum aldrei fengið.".

Svafar segir tilhugsunina um að flytja upp á land hræðilega.  " Ég er nýbúinn að opna verslunina og rek einnig gistiheimili, veitingastað og útgerð.   Það er ömurlegt að fólk hafi ekki tækifæri til að búa þar sem það vill búa í þessu litla landi okkar.  Bankastornanir geta einfaldlega lagt heilu bæjarfélögin í rúst með einu pennastriki.  Það er grátleg staða á þessum árum að slíkt skuli vera hægt.  Þetta ástand er ekki bara bundið við Grímsey heldur landsbyggðina í heild.  Ég trúi ekki að öllum sé sama þótt við verðum öll kominn í Breiðholtið í eina helvítis blokk."


Konráð EA mynd Hafþór Hreiðarsson