Óli á Stað GK seldur,2016

Það var smá frétt hérna á Aflaréttir fyrir jólin 2015 varðandi hugsanlega sölu á Óla á Stað GK frá Grindavík.


núna er það orðið staðfest að búið er að selja bátinn til Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði.  

mun báturinn fá nafnið Sandfell SU 75.  

Kvótastaðan á bátnum var þannig að um 1100 tonn voru á Óla á Stað GK, og stór hluti af þeim kvóta fylgir bátnum austur á Fáskrúðsfjörð.  

Með þessari sölu þá mun Stakkavík gera út 2 báta sem eru í krókamarkinu.  Katrínu GK sem er um 30 tonna stálbátur sem var breytt fyrir nokkrum árum  og Andey GK.  Þeir eiga líka Rán GK enn báturinn hefur ekki verð mikið gerður út á línu , enn var þó á makríl í fyrra.   Auk þess gerir Stakkavík út balabátana Gulltopp GK og Kristbjörgu HF sem eru aflamarksbátar.
Væntanlega þá er Stakkavík ehf núna komið undir kvótaþakið sem fyrirtækið hefur verið fyrir ofan undanfarin ár , eftir að þakið var sett á þegar fyrirtækið var orðið þetta stórt, enn Stakkavík ehf hefur verið stærsta fyrirtæki landsins í krókamarkinu.  


Von er á Sandfelli SU 75 til Fáskrúðsfjarðar á morgun fimmtudag og verður boðið til veislu í fosshótelinu á Fáskrúðsfirði og verður síðan gestum gefin kostur á að skoða bátinn.
Verður þessi nýi bátur fyrsti smábáturinn eða krókamarksbáturinn sem að Loðnuvinnslan á Fáskúrðsfirði gerir út. 



Óli á Stað GK Mynd Guðmundur Gauti SVeinsson.