Nýr Indriði Kristins BA ,2016


Nýr Indriði Kristins BA kom til Tálknafjarðar fyrir skömmu og hefur báturinn hafið veiðar.  og á hefur landað um 23 tonnum í 3 róðrum og þar af 14,1 tonn í einni löndun .  góð byrjun.  

Útgerðarfélagið Bergdís ehf ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan
Cleopatra beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.
Að útgerðinni stendur Guðjón Indriðason.  Synir Guðjóns, Indriði og Magnús
Guðjónssynir verða skipstjórar á bátnum.


Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Indriði Kristins BA 751.  Báturinn mælist
22brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Indriði Kristins er af nýrri gerð
Cleopatra 40B sem er sérhönnuð inn í undir 12metra mark.  Báturinn mun leysa af
hólmi eldri Cleopatra bát útgerðinnar sem seldur var til Noregs.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V 158TI 770hö tengd ZF360IV gír.  Rafstöð er
frá Scam/Kubota 40kW.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem
tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða með
beitningarvél.  Beitningavélarkerfi er frá Mustad, línuspil er frá Beiti ehf og
annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.  Ískrapavél og sjókælir frá Kælingu
ehf.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest.  Í bátnum er
innangeng upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja.  Sæti fyrir áhöfn í
brú.  Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum. Salerni og sturtuaðstaða
í lúkar.  Borðsalur er í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél,
örbylgjuofn og ísskáp.


Eins og sést á þessari mynd þá er komið alveg nýtt útlit á bátinn samanborið við t.d Gísla Súrsson GK sem sjá má á mynd að neðan.  Mynd trefjar.is

Mynd Gísli reynisson