Nýr bátur til Bolungarvíkur,2016
Þegar forritið mitt fína var að reikna bátanna núna á milli hátíðanna þá rak ég augun í nafn á báti sem ég hafði ekki séð áður. .
hét sá bátur Otur II ÍS 173. , Þessi bátur var áður á Siglufirði og hét þar Jonni SI.
Reyndar er þessi bátur ekki svo nýr til Bolungarvíkur því að báturinn var keyptur þangað veturinn 2015 og hóf þá róðra í bolungarvík undir Jonna SI nafninu.
Útgerðarfélagið Otur ehf í Bolungarvík sem gerir út Björg Hauks ÍS keypti Jonna SI og Einar Ási Guðmundsson sem hefur fiskað ansi vel á Björg haustið 2015 verður skipstjóri á Otri II ÍS.
Jonni SI var tekinn í gegn haustið 2015 og er núna nánast allt nýtt í bátnum nema skrokkurinn. Milli Jóla og nýárs 2015 þá landaði Otur II ÍS tæpum 12 tonnum í 3 róðrum og hefur núna eftir áramót landað einni löndun uppá um 5,5 tonn,
Steingrímur Jón sem réri með Einari á Björg Hauks ÍS mun taka við Björg Hauks ÍS af Einari ,

Jonni SI núna Otur II ÍS Mynd Guðmundur Gauti SVeinsson