Mokveiði hjá Sóley Sigurjóns GK,2016
Það eru ekki bara plastlínubátarnir sem hafa verið að fiska vel núna í janúar. Ísfiskstogarnir okkar hafa líkað verið að fiska ansi vel og má segja að mok hafi verið hjá þeim,
All margir togara hafa veið á veiðum á Halanum við Vestfirði og þar á meðal hefur Sóley Sigur jóns GK verið að veiðum.
Togarinn hefur landað núna í janúar um 535 tonnum í aðeins fjórum löndunum eða 134 tonn í löndun.
þessi túrar hafa allir verið mjög stuttir og af þessum fjórum löndunum hafa þrjár þeirra verið á Ísafirði og ein í Sandgerði, og þessi löndun sem var í Sandgerði var heldur betur stór,
byrjun á löndun númer 3. þá kom togarinn til Ísafjarðar með 135,2 tonn eftir um 4 daga á veiðum eða tæp 34 tonn á dag. af þeim afla þá var þorskur 116 tonn.
Metlöndun
Togarinn fór beint á miðin aftur og má segja að allt hafi verið fyllt sem hægt að að fylla. og var silgt með aflann til Sandgerðis og landað úr togaranum 153 tonnum og er þetta lang mesti afli sem að Sóley Sigurjóns GK hefur komið með að landi í einni löndun. af þessum afla þá var þorskur 143 tonn,
Þessi risatúr fékkst á aðeins rúmum 4 dögum, og aflinn því á dag um 38 tonn.

Sóley Sigurjóns GK Mynd Páll Jónsson