Mokveiði hjá Þórsnesi SH í netin,2016
Í mörg ár þá var gerður út bátur frá Keflavík sem hét Keflvíkingur KE. þegar að báturinn var seldur þá fékk hann nafnið Bergur Vigfús GK og var meðal annars síðuritari þá á honum og var þá Grétar Mar Jónsson skipstjóri á honum . Báturinn var síðan seldur til Grindavíkur og fékk þar nefnið Marta Ágústdóttir GK,
þaðan var hann seldur til Stykkishólms og fékk þar nafnið Þórsnes SH og undir því nafni þá hefur Þórsnes SH fiskað ansi vel og sérstaklega á netunum. Báturinn var t.d aflahæstur á vetrarvertíðinni 2016.
núna í desember þá hefur báturinn verið á netaveiðum úti við vestfirðina og hefur mokveitt. þar sem núna er komið verkfall þá er aflinn hjá Þórsnesi SH kominn í 207 tonn í aðeins fimm löndunum eða 41,4 tonn í löndun.
Fullfermi á tveimur dögum
Báturinn hefur veitt í sig eins og það er kallað og hefur gengið afar vel. Þórsnes SH kom til Flateyrar með 55 tonn eftir aðeins tvo daga á veiðum.
og fór strax út aftur og kom með fullfermi til stykkishólms eða 67 tonn sem fengust á þremur dögum höfn í höfn. Frá Flateyri og til Stykkishólms. Sirka tveir veiðidagar,
