Metmánuður hjá Fönix BA,2015
Inná lokalistanum hjá bátar að 15 Bt þar mátti sjá að Einar Hálfdáns ÍS var á toppnum og sá eini sem yfir 100 tonnin komst,
Aðeins neðar á listanum þar mátti sjá bát sem við höfum ekki séð áður svona ofarlega á listanum.,'
Fönix BA hefur verið gerður út frá Patreksfirði síðann hann var smíðaður árið 2011.
Nýliðinn desember mánuður var einn sá allra besti í sögu bátsins og þótt að Fönix BA hafi ekki verð aflahæstur þá var hann með langmesta meðalaflann af öllum smábátunum eða 9,5 tonn í róðri,
Einar Helgason er skipstjóri á bátnum og ásamt honum rær með honum Hafþór Jónsson eða Hafii eins og hann er kallaður.
Að sögn Einars í viðtali við Aflafrettir þá voru þeir á Fönix BA að veiðum norðan og vestan við nesdýpið og í Arnarfirðinum .
Róið var með 36 bala 500 króka eða 18 þúsund króka og fór allur þorskurinn til vinnslu hjá odda á Patreksfirði,
Stærsti róðurinn var ansi góður eða 13 tonn og vekur athygli að þann afla fengu þeir á Fönix BA í Arnarfirðinum. Að sögn Einars þá höfðu þeir lagt línunna á svipuðum stað áður og fengið ágætan afla enn í þetta skipti voru þeir heppnir þarna eins og Einar segir,
Það má geta þess að þessi stóri róður 13 tonna var landað á Bíldudal enda var mjög stutt stím þaðan og á veiðisvæðið ,
á bala þá er þetta um 360 kíló á bala. og í desember var meðaltali um 260 kíló á bala sem er feiknargott.

Fönix BA með allt fullt á Bíldudal með 13 tonn, Mynd Haffi,

Fönix BA mynd Páll Janus Traustason