Málmey SK 1000 tonna múrinn rofinn!,2015
Þvílíkir mánuður sem þessi nóvember er orðinn. hörkuveiði bæði hjá stóru línubátunum og hjá togurnum. við fengum að sjá hvað litla Berglín GK fiskaði og setti met,
enn togarinn Málmey SK hefur líka átt rosalega mánuð og þeir voru líka að setja met,
í fréttinni sem ég skrifaði um þá eftir risatúrinn þeirra . SJÁ HÉRNA. Þá hafa þeir á Málmey SK landað einni löndun í viðbót
hún var uppá 182,4 tonn og það kom heildaraflanum hjá Málmey SK yfir 1000 tonnin,
já segi ég og skrifa eitt þúsund tonn hjá togaranum Málmey SK. þetta er rosalegt og er Málmey SK þar með fyrsti og eini togarinn núna árið 2015 sem yfir eitt þúsund tonn nær á einum mánuði.
Aflinn er kominn í 1028 tonn í aðeins 5 löndunum eða 205,6 tonn í löndun .
Ég veit að áhöfnin á Málmey SK fylgist með síðunni og við ykkur strákar góðir segi ég bara.
til hamingju með þennan rosalega mánuð.

Málmey SK Mynd Bergþór Gunnlaugsson