Listinn sem enginn vill vera á!..2017
Á Aflafrettir.is eru margir listar í gangi um allar veiðar íslendinga. sömuleiðis er á síðunni listi yfir norska báta, Síðan er orðin það mikill máttarstólpi í sjómennsku bæði hérna á íslandi sem og í noregi að ég fæ að heyra það ef ég er ekki nógu duglegur í að uppfæra listanna.
með öðrum orðum þá vilja sjómenn sjá nafn sitt á listnum og helst frekar ofarlega,
aftur á móti þá útbjó fiskistofa lista sem má segja að enginn vilji vera á , enn margir bátar eru á engu að síður,
þetta er listi yfir báta sem veiddu umframafla á strandveiðunu.
í maí þá var þetta ansi mikill fjöldi báta sem fór umfram og t.d á svæði A þá var 70% bátanna sem fóru yfir,
alls í maí þá lönduðu bátarnir 27,2 tonnum af umframafla. Eins og fram kemur á fiskistofunni þá rennur andvirði umframaflans til Rikinsins enn aflinn sjálfur dregst frá heildarpottinuim og verður því minna til skiptanna,
Eins og sést á listanum hérna að neðan þá voru það 9 bátar sem lönduðu meira enn 300 kíló í umframafla og aflahæstur á þessum lista er Birta SU sem má segja að stakka alla aðra báta af því hann var með 642 kíló. Birta SU er á svæði C
næstur á eftir honum var svo Hrólfur SH sem er á svæði A með
484 kíló og síðan Snjólfur SF á svæði D með 442 kíló.

Birta SU mynd Þór Jónsson
| Svæði B | ||
| Sknr | Nafn | Umframafli |
| 2069 | Blíðfari ÓF 79 | 222 |
| 6933 | Húni HU | 220 |
| 2125 | Fengur ÞH | 208 |
| 2497 | Oddverji ÓF | 200 |
| 6717 | Gyðjan HU | 193 |
| 2110 | Andvari I SI | 167 |
| 6783 | Blíðfari HU | 141 |
| 6780 | Bogga í Vík HU | 139 |
| 7097 | Maggi Jóns HU | 135 |
| 6917 | Sæunn HU | 129 |
| Svæði C. | ||
| Sknr | Nafn | Umframafli |
| 2635 | Birta SU | 642 |
| 2076 | Gunnar KG ÞH | 367 |
| 7661 | Sædís SU | 325 |
| 7057 | Birna SU | 277 |
| 2147 | Natalía NS | 272 |
| 6698 | Karen Dís SU | 243 |
| 7067 | Hróðgeir Hvíti NS | 190 |
| 7082 | Rakel SH | 170 |
| 2162 | Hólmi ÞH | 146 |
| 6836 | Jón Jak ÞH | 143 |
| Svæði D | ||
| Sknr | Nafn | Umframafli |
| 7400 | Snjólfur SF | 442 |
| 6807 | Sóla GK | 316 |
| 7219 | Dagný ÁR | 307 |
| 2564 | Marín SF | 305 |
| 7401 | Ásbjörn SF | 221 |
| 2834 | Hrappur GK | 214 |
| 7414 | Golan ÁR | 211 |
| 1906 | Unnur ÁR | 208 |
| 7463 | Líf GK | 208 |
| 7490 | Hulda SF | 206 |
| Svæði A | ||
| Sknr | Nafn | Umframafli |
| 6192 | Hrólfur SH | 484 |
| 7486 | Heppinn ÍS | 353 |
| 6230 | Blíðfari AK | 289 |
| 2151 | Græðir BA | 282 |
| 7485 | Jóhannes á Ökrum AK | 276 |
| 7419 | Hrafnborg SH | 274 |
| 2507 | Þröstur BA | 250 |
| 7788 | Dýri II BA | 243 |
| 7720 | Brana BA | 223 |
| 7531 | Grímur AK | 220 |