Korsens F-39-BD líka að landa 21.1.2018
Aflafrettir fá ekki bara myndir frá Íslenskum lesendum,
heldur líka frá lesendum í Noregi,
einn af þeim bátum sem eru á línubátalistanum í Noregi er Korsnes F-39-BD. þar er Hans Martin skipstjóri á og í gær á sama tíma þegar að Þórsnes SH var að landa í stykkishólmi þá voru þeir að landa á Korsnesi í Bátsfirði 20,5 tonnum,
þeir fengu þann afla á 60 bala og gerir það um 341 kíló á bala,
af þessum afla 20,5 tonnum þá var þorskur 10,7 tonn og ýsa 9,6 tonn.
Þessi bátur fékk um 290 tonn í nóvember 2017.
Þessi bátur er smíðaður úr eik árið 1987 og er 19,55 metra langur og mælist um 70 tonn


Korsnes Myndir Hans Martin