Jón Kjartansson SU fyrstur í land,2016
Hérna á síðunni fyrir nokkrurm dögum síðan þá var birtur listinn yfir endalega stöðu uppsjávarskipanna árið 2015. Þar var Vilhelm Þorsteinsson EA aflahæstur,
Mikið hefur verið fjallað um frystitogaranna Kleifaberg RE sem er elsti frystitogari landsins . Uppsjávarflotinn sem allur er að yngjast , enn þar eru þó nokkrir öldungar. t.d Sighvatur Bjarnarson VE sem er 41 árs, Lundey NS sem reyndar er búið að leggja sem er elsta uppsjávarskipið og Jón Kjartansson SU sem er 38 ára .
Jón Kjartansson SU stundaði veiðar á einungis tveimur tegundum árið 2015, loðna og kolmunna. Þó svo að skipið hafi einungis veitt þessar tvær tegundir þá gekk það mjög vel og það vel að Jón Kjartansson SU var aflahæstur allra íslenska skipa á kolmunanum með tæp 26 þúsund tonn.
Núna þegar þetta er skrifað og eftir að íslendingar rétt mörðu sigur á Noregi í Handboltanum þá siglir áhöfnin á Jóni Kjartanssyni SU til íslands eftir skrautlegan kolmunnatúr inní færeysku lögsögunni. enn miklar brælur voru í túrnum og þurftu þeir að leita til hafnar í færeyjum vegna brælu,
Jón Kjartansson SU er næstum því með fullfermi enn um 2200 tonn af kolmuna eru í lestum skipsins. og er skipið statt núna rétt við færeyjar og á því nokkuð langa siglingu fyrir höndun til íslands.
Þetta gamla og mikla aflaskip verður því væntanlega fyrsta íslenska skipið sem landar kolmunna núna árið 2016.

Jón Kjartansson SU með fullfermi. Mynd af FB síðu skipsins