Indriði Kristins BA byrjar vel, 8 fullfermistúrar,2016

Einn af nýjustu bátunum í flota íslendinga hóf veiðar núna í byrjun janúar , Indriði Kristins BA.  báturinn er nokkuð sértakur.  er 12 metra langur og mælist 22 tonn.  er hann sá eini sinnar tegundar á landinu.  


Oft er talað um málsháttinn Fall er fararheill, enn stundum kemur það fyrir með ný skip að einhverjir byrjunarörðuleikar eiga sér stað, og þegar það er yfirstigið þá gengur allt í þessu fína,

á Indriða Kristins BA hefur aftur á móti gengið mjög vel frá fyrsta degi og svo vel að báturinn er í toppslagnum inná listanum bátar yfir 15 BT,

Ný hönnun
Aflafrettir settu sig í samband við Indriða Kristinn  Guðjónsson sem er annar tveggja skipstjóra á bátnum.  Hinn er bróðir hans Magnús Guðjónsson .
Að sögn Indriða þá er báturinn hannaður meðal annars í sömu fyrirmynd og gulu norsku aðstoðarbátar sem eru notaðir í olíuiðnaðinum.  Reyndar létu þeir hækka brúna upp um 70 cm á bátnum.  Stefnið á Indriða Kristins BA er svo til slétt enn mikið aukaflot er í stefninu og lætur báturinn vel í sjó.

Í bátinn var sett stöðugleikakúla og sagði Indriði að það munar miklu um hana.  veltan verður hægari.  

Um borð í Indriða Kristins BA eru fjórir menn hverju sinni og er alltaf einn í landi.  Enginn fiskvinnsla er á Tálknafirði eftir að Kópur BA var seldur þaðan, og fer því allur aflinn af Indriða Kristins BA á markað.  

Frábær byrjun 
núna í janúar þá hefur báturinn landað um 130 tonnum og sagði Indriði að þeir hefðu verið að veiðum við Bjargtanga á þetta 35 til 40 faðma dýpi.   um 3 tíma stím er á miðin frá Tálknafirði.  báturinn er búinn að fara í 11 róðra og af þessum 11 róðrum þá hefur Indriði Kristins BA komið átta sinnum með meira enn 10 tonn í róðri og hefur landað samtals 105 tonnum úr þessum 8 róðrum eða 13,1 tonn í róðri,

Um borð Í Indriða Kristins BA er 18 þúsund króka beitningavél og hafa þeir verið að leggja um 15 þúsund króka eða 33 bala miðað við 450 króka bala.  það gerir um 396 kíló á bala miðað við 13,1 tonna meðalafla,

Stærsti túrinn
Stærsti túrinn var 18,3 tonn sem fékkst þegar allir krókarnir voru lagðir og var því afli á bala eins og gott er að miða við  458 kíló sem er ansi gott,
Enginn mynd er til að bátnum með þennan afla, enn Aflafrettir eiga alveg von á því að svona stórir túrar hjá Indriða Kristins BA eiga eftir að koma aftur og þá fáum lendir það örugglega hérna á vefnum.  

Indriði sagði að báturinn hefði borið aflann vel, og hefði verið svo til jafnsiginn, ólíkt gamla bátnum enn þá hlóðst hann svo fram með afla.  Allur þessi afli var settur í lest, enn um 10 tonn af fiski var laust ofan á körunum.

Enn sem komið er þá eru plastkör í lestinni á bátnum, enn verið er að smíða álkör í lestina og mun því lestin geta tekið meira.

Alveg óhætt er að segja að þeir bræður á Indriða Kristins BA hafa byrjað árið á nýjum báti mjög vel og verður gaman að sjá í framhaldinu hvernig þeim mun ganga.  

Fiskeðlið í blóðinu.  Magnús Kristján Guðmundsson afi bræðranna  fengsæll skipstjóri
Það má geta þess að afi þeirra bræðra Magnús Kristján Guðmundsson sem er kominn yfir áttrætt núna og var lengi skipstjóri á bátum bæði frá Patreksfirði og Tálknafirði og var mjög fengsæll skipstjóir, átti vægast sagt all svakalegt  mok á línuna í apríl og maí árið 1967.  
Ég mæli með því að þið kíkið á greinina um Brimnes BA árið 1967 sem þið getið lesið með því að klikka á Brimnes BA 



Indriði Kristins BA mynd Trefjar.is