Góð veiði í Noregi. ,2015
Allt þetta ár þá höfum við fylgst með 4 og 5 norskum bátum sem allir hafa verið á smábatalistanum að 15 BT.
Frekar lítið hefur verið fjallað um stærri plastbátanna eins og Saga K, Aldísi Lind og Viktoriu H ( áður Ásta B).
vegna fyrirhugaða breytinga á síðunni þá reiknaði ég þessa þrjá báta síðustu 2 vikur og er aflinn hjá þeim öllum ansi góður,
Saga K hefur landað 68,8 tonnum í 4 róðrum og mest 24,1 tonn. næsti róður var 21,8 tonn,

Saga K Mynd Kristian Markus Pedersen
Viktoria H hefur landað 66,2 tonn í 4 róðrum og mest 20,8 tonn.

Aldís Lind hefur líka fiskað vel, hefur landað 63,5 tonn í 5 róðrum og mest 17,8 tonn í róðri,

Aldís Lind Mynd Arnbjörn Eiríksson
Samtals hafa þessir bátar sem allir eru mannaðir íslendingum og allir bátarnir eru smíðaðir á Íslandi um 198 tonnum, og er uppistaðan ýsa hjá þeim.
Þessar tölur miðast við frá 28 nóvember og til 9 desember