Drekkhlaðinn Steinunn HF 2 daga í röð,2016

Það var skrifað hérna á síðuna um mokveiðina hjá Fúsa á Dögg SU,


Enn það var annar bátur þarna lika sem heldur betur átti góðan sprett.  Sverrir Þór Jónsson skipstjóri á Steinunni HF lenti líka í þessari mokveislu sem Dögginn SU var á.

Þó svo að fjöldi 10 tonna róðranna sé ekki eins margir hjá Steinunni HF og Dögg SU þá eru róðrarnir hjá Steinunni HF stærri.  

Sérstaklega síðustu tveir.  
Fyrri túrinn var 16,4 tonn sem fengust á 17 þúsund króka eða 38 bala miðað við 450 króka í bala.  það gerir 435 kíló á bala.   af þessum afla þá var þorskur uppistaðan í aflanum eða 15,5 tonn,



Steinunn HF með 16,4 tonn fyrri fullfermistúrinn.  Mynd Björn Steinar Pálsson,

einn fullfermis túr er ekki nóg fyrir Sverrir og hans áhöfn og strax eftir löndun var farið aftur út á miðin undir Hvalsnesskriðum og komið í land með enn meiri afla enn deginuim áður,

því það vigtaði úr bátnum 17,9 tonn sem fengust á 17 þúsund króka og á bala er það 476 kíló á bala.  þar var þorskur uppistaðan í aflanum eða 17,1 tonn,

Samtals landaði því báturinn 34,3 tonnum á tveimur dögum.  



Steinunn HF með tæp 18 tonn seinni fullfermistúrinn.  Mynd Sverrir Þór Jónsson