Dögg SU 115 tonn í 8 róðrum,2016

Það vill nú oft brenna við hérna á síðunni að ég er skrifa frétt um kanski sama bátinn og skipstjóra nokkrum sinnum á ári,


held þó að metið í að vera í fréttum hérna á Aflafrettir hljóti að vera Vigfús Vigfússon skipstjóri á Dögg SU eða Fúsi eins og hann er kallaður,

Fúsi rær á báti sínum Dögg SU eins og við öll vitum og núna í janúar þá má segja að hann bara ulli á bátanna sem eru á listanum með honum að 15 tonn og ekki nóg með það því hann ullar líka á bátanna sem eru á listanum bátar YFIR 15 tonn.,

á nýjsta listanum sem kom á netið núna áðan þá er Dögg SU kominn yfir 150 tonn.

8 róðrar og aflinn yfir 100 tonn,
síðustu 8 róðrar hafa allir verið yfir 10 tonnin og er það alveg rosalegur afli.    í þessum 8 róðrum hefur Dögg SU landað alls 115 tonn og meðalaflinn 14,4 tonn.  Hefur báturinn verið að veiðum um 10 mílur frá landi út frá Hvalsnesskriðum sem eru í um 3 tíma stími frá Stöðvarfirði.

það má geta þess að Dögg SU er búinn að róa á hverjum degi síðan 15 janúar og alveg til 21 janúar.  þvílík sjósókn.


Svo við höldum því til haga þá og það sé alveg bókfært þá erum við ekki að tala um 200 tonna stálbát, þessi afli myndi sóma sér vel á svoleiðis bát, nei við erum að tala um Dögg SU sem er ekki nema 15 tonna bátur.  

Íslandsmetið í afla á einum mánuði báta að 15 BT er um 240 tonn og spurning hvort það met falli með þessum sama  árangri hjá Dögg SU


Dögg SU með fullfermi, Mynd Guðlaugur B.