bryggjurölt á Árskógssandi,2016

Var að koma eftir fjórðu rútuferða mína til Akureyrar á þessum ári .  allar fjórar helgar fyrir norðan,


byrjuðum á Árskógssandi og þar er aðeins einn bátur gerður út núna og er það Sólrún EA 151 sem samnefnd útgerðarfélag gerir út.  


Báturinn hóf veiðar um miðjan janúar og hafa þeir róið ansi mikið eða svo á hverjum degi.  hafa þeir á Sólrúnu EA landað 40,7 tonnum í 15 róðrum og mest tæp 4 tonn.   Þegar ég kíkti á þá þá voru þeir að vinna í netunum um borð enn voru þá búnir að landa rúmum 3 tonnum sem fengu við Héðinsfjörð, enn þaðan er um 90 mínunta stím.  

þó svo að Sólrún EA væri bundin við bryggju þá var ógurlega mikil hreyfing á bátnum, , fram og til baka og líka veltur.  merkilega mikil hreyfing á höfninni þarna.

á leiðinni til baka þá hitti ég Pétur útgerðarmann í kuldanum og snjónum og var nokkuð merkilegt sem hann sagði að um 12 bátar væri skráðir frá Ársógssandi enn einungis bátarnir sem Sólrún ehf gerir út landa þar reglulega.
Áhöfnin á Sólrúnu EA notar löndunarkrana í landi, enn þegar Pétur keyptu bátinn þá var á bátnum löndunarkrani, enn hann bilaði og var tekin í land og breyttust þá hreyfingar bátsins, og á endanum var svo kraninn lagaður og seldur, enda var kraninn um 1,5 tonn af þyngd og við það að losna við kranan þá löguðust hreyfingar bátsins mikið.







Myndir Gísli Reynisson