Brotsjór á Auði Vésteins SU,2015
Núna eru svo til allir minni línubátarnir komnir suður. Hafdís SU kom í gær til Sandgerðis og landaði þar 5,7 tonn sem fengust á 13 rekka.
Eftir eru þá tveir bátar. Steinunn HF sem Sverrir er með og Auður Vésteins SU.
Auður Vésteins SU var í síðsta túrnum fyrir jólafrí í gær og voru um 40 mílur úti í nokkuð góðu veðri. byrjað var að kalda þegar þeir voru búnir að daga línuna og voru þá að leggja af stað í land,
myndaðist þá gríðarlega stór hnútur framan við bátinn sem kom á Auði Vésteins SU. við brotið þá brotnaði ein rúða í brúnni og önnur rúða fór algjörlega úr. Að sögn Hauks Einars sem er annars tveggja skipstjóra á Auði Vésteins SU þá fór gríðarlegt magn af sjó inní bátinn og öll tækin í brúnni eyðilögðust. líka eyðilögðust allir símar sem áhöfnin á enn fjórir menn eru um borð.
Sjór flæddi inn í allt framm í bátnum og allir klefar og káettur fengu sjó inní sig.
Theódór Ríkharðsson var með bátinn þegar brotið kom. Báturinn sem vanalega er gerður út frá Stöðvarfirði sigdi til Djúpavogs. Vegna þess að öll tækin í brúnni voru ónýt þá var eitt varatæki 220 volta sem er geymt ofarlega í brúnni og það tæki slapp og gátu því þeir silgt eftir því til Djúpavogs.
Allir um borð blotnuðu mikið og fengu þeir allir smá rafstuð í sig vegna þess að þegar brúinn var full af sjó og tækin öll að slá út þá leiddi sjórinn smá rafmagn. Öll áhöfninn slapp þó án meiðsla.
Að sögn Hauks þá munu menn frá Trefjum og Sónar sem selur tækin í bátinn fara strax austur til viðgerða og vonaðist Haukur til þess að viðgerð myndi klárast fyrir áramót.

Mynd Eiríkur Aron Ingólfsson

Auður Vésteins SU Mynd Vigfús Markússon