Þar kom að því!!,2016
Á árunum sirka frá 1984 og fram til sirka 1990 þá gerði Hólmgrímur Sigvaldason út bát sem hét Tjaldanes ÍS, yfir vetrarvertíina þá kom hann alltaf með Tjaldanesið ÍS til Sandgerðis og gerði út þaðan.
Í dag þá gerir hann út 3 stóra báta og einblína allir þessir bátar á netaveiðar, Steini Sigvalda GK, Grímsnes GK og Maron GK, auk þeirra var hann með Sægrím GK og Keilir SI kemur svo suður til þess að veiða fyrir hann,
enn þó svo að Tjaldanes ÍS hafi byrjað að landa í Sandgerði á árunum fyrir 1990 þá hefur síðastliðin ár enginn bátur frá honum landað í Sandgerði. hafa netabátarnir landað svo til öllu í Njarðvík, og grindavík þegar þeir hafa verið á ufsanum .
Þar sem ég er nú Sandgerðingur í húð og hár þá gleður það mig alltaf þegar maður sér báta koma þangað til löndunar og núna ber svo til að Maron GK er farinn að landa í Sandgerði, enn hann hefur núna landað þar 16 tonnum í 3 róðrum. Þetta er ansi góð byrjun og verður fróðlegt að sjá hvort að framhald verði á þessum löndunum . Því það er nú þannig að skipstjórinn á Steina Sigvalda GK Guðjón Bragason er Sandgerðingur og mikill netaskipskipstjóri.
Þess má geta að Maron GK landaði síðast í Sandgerði 10 maí árið 2009.
Þá er bara að bíða og sjá hvort að hinir tveir bátanna Grímsnes GK og Steini Sigvalda GK fari að láta sjá sig í Sandgerðishöfn.

Sandgerðishöfn á árum áður. Mynd Reynir SVeinsson,

Maron GK Mynd Gísli reynisson