17 þúsund km ferðlag. Galatea II ,2017
Alltaf gaman þegar maður fær myndir langt langt langt í burtu.
bókin um Ásbjörn RE ( já ég held áfram að minna á hana, ég ætla mér að klára að selja hana og ekki sitja upp með lager).
á forsíðunni er mynd af Ásbirni RE og er hún tekin af Sigurði Bergþórssyni.
Hann er búinn að vera staddur núna í Nýja Sjálandi sem er svo til hinum meginn á hnettinum. það eru ekki nema 17 þúsund kílómetrar á milli mín og Sigurðs núna,
Sigurður hefur að mestu verið að að mynda gamla bíla sem nóg er af enn hann hefur einnig myndað nokkra báta,
og hérna er einn,
Þessi heitir Galatea II og er smíðaður árið 1979 í Hollandi.
hann er 7,2 metra breiður og 26 metra langur og 3,5 metrar á dýpt. um borð í honum er 521 hestafla aðalvél
hann mælist 157 tonn.
Aflatölur á ég ekki um bátinn, enn aldrei að vita nema að ég grúski í því.

Galatea II Mynd Sigurður Bergþórsson

Galatea II með fullfermi. Mynd Karle Mcvicar